Þegar skráningu á lægra skráningargjaldi lauk höfðu 111 keppendur skráð sig í 3. umferð íslandsmótsins á Akureyri. Skipting keppenda á milli flokka:
85 kvennaflokkur 9
Opin kvennaflokkur 20
85 flokkur 17
MX unglingaflokkur 24
MX2 17
MX1 24
Lista yfir skráða keppendur er hægt að nálgast hér.
Það má reikna með spennandi keppni í öllum flokkum en þó gæti MX2 flokkurinn skorið sig úr þar sem nokkur ný nöfn eru skráð í flokkinn eins og #111 Gunnlaugur Karlsson, #1 (#54) Gylfi Freyr Guðmundsson og #139 Hjálmar Jónsson.

