Skráning í allar umferðir Íslandsmótsins í Moto-Cross hefur verið opnuð hér á vefnum. Keppendur eru mynntir á að skrá sig tímanlega. Skráningarfrestur er alltaf til kl. 21:00 á þriðjudagskvöldi fyrir keppnisdag. Engar undantekningar eru gerðar ef menn skrá sig of seint eða geta ekki skráð sig. Keppendum er bent á að prófa skráningu með minnst 2 daga fyrirvara (sunnudagskvöld) til þess að sjá hvort innskráning virki ekki sem skyldi. Ef það eru vandræði með innskráningu er hægt að senda inn póst á skraning@msisport.is, eða hafa samband við formann þess aðildarfélags MSÍ sem keppandi er skráður í. Til þess að keppandi geti skráð sig í msisport.is (mín síða) þarf viðkomandi að vera skráður í akstursíþróttafélag innan MSÍ og hafa greitt félagsgjöld ársins. Þeir keppendur sem eru að keppa í fyrsta skipti þurfa að velja sér keppnisnúmer á “mín síða” og þurfa svo að fá keppnisnúmer staðfest. Þegar númer hefur verið valið er hægt að hringja í Karl í S: 893-2098 og mun hann þá staðfesta númerið. Ekki er tekið við símtölum eða kvörtunum vegna skráningar eftir kl: 18:00.

