Keppendur athugið að skráningu fyrir 3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro líkur á miðnætti þriðjudaginn 9. júní. Keppendum er bent á að skrá sig tímanlega ef einhver vandræði koma upp við skráningu þannig að tími sé til að laga það sem upp á vantar.
Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall, Akureyri. Allveg nýtt brautarstæði verður fyrir keppnina en hún mun fara fram við MX brautina og fyrir ofan hana á svæði sem ekki hefur verið notað áður.

