Liðakeppnisreglur vegna Íslandsmóta MSÍ
1. Keppt er árlega um titlana “MX lið ársins” & “Enduro lið ársins” Í öllum
flokkum sem keppt er í.
2. Til að liðakeppni geti farið fram í viðkomandi flokki þurfa 3 lið eða fleiri að hafa
skráð sig til keppni á viðkomandi keppnistímabili.
3. Hvert lið skal skipað 1-3 ökumönnum og einum liðsstjóra. Liðstjóri má vera
keppandi með liðinu. Allir keppendur liðsins skulu vera í sama flokki. Í Enduro
CC Meistaraflokk geta þó keppendur verið í mismunandi undirflokk E-CC1 og
E-CC2, sama gildir um Moto-Cross MX-Open og MX-2
4. Skráning keppnisliðs helst óbreytt út árið frá skráningardegi og telur stig eftir
því. Heimilt er að skrá lið eða breyta skráningu liðs til 1. júlí ár hvert en sú
skráning/breyting er ekki afturvirk fyrir þær keppnir sem þegar hafa farið fram.
5. Ekki er hægt að skrá keppnislið í Íslandsmót eftir 1. júlí ár hvert.
6. 2 efstu keppnismenn liðs afla stiga fyrir liðið í hverri keppni. Motocross
keppnir telja stig eftir heildarúrslitum dagsins.
7. Ef ökumaður skiptir um keppnislið þá verða þau stig sem hann hefur aflað í
yfirstöðnum keppnum eftir hjá keppnisliðinu.
8. Óheimilt er að skipta um keppnislið eða breyta keppnisliðum eftir 1. júlí ár
hvert. Liðsstjóri getur ekki skipt um lið og er hann ábyrgur fyrir sínu liði og
greiðslu skráningargjalds fyrir keppnistímabilið.
9. Tilkynna skal keppnislið innan skráningartíma fyrir fyrstu keppni skriflega með
tölvupósti á
keppanda og keppnisnúmer, liðsstjóri og símanúmer og tölvupóstfang hans
ásamt kostendum (ef einhverjir eru.)
10. Skráningargjald er 5.000,- fyrir árið og greiðist inn á reikning: Mótorhjóla &
Snjósleðaíþróttasamband Íslands, kt. 5001003540, banki 525-26–401270
skýring greiðslu skal vera nafn liðs. Kvittun skal send á
skraning@msisport.is Þar skal koma fram nafn liðs, fullt nafnskraning@msisport.is
og þarf hún að hafa borist minnst sólahring áður en keppni fer fram.
11. Keppnislið telur ekki stig í keppnum nema að skráningargjald hafi verið greitt
við skráningu eða áður en fyrsta keppni fer fram.
12. Verðlaun eru veitt sigurliðunum í hverjum flokki þar sem næg þáttaka hefur
náðst á yfirstandandi keppnistímabili á lokahófi MSÍ.
Reykjavík. 03.. apríl. 2010
Stjórn MSÍ

