Skráning sérsmíðaðra keppnistækja hjá MSÍ

13.6.2016

Öll keppnistæki sem taka þátt í keppnum á vegum MSÍ og aðildarfélaga þess þurfa að vera skráð og tryggð í samræmi við reglugerð 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir. Öll tæki sem fá almenna skráningu hjá Samgöngustofu þurfa að vera tryggð hefðbundinni ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns ásamt keppnisviðauka.

Önnur tæki sem ekki fá skráningu (sérsmíðuð tæki, fjórhjól, spyrnugrindur ofl.) þarf að skrá sérstaklega hjá MSÍ til notkunar í aksturskeppni sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 507/2007

“18. gr.

Búnaður og skráning torfærutækis.

Torfærutæki sem skráð hefur verið til æfinga- eða aksturskeppni utan vega þarf ekki að fullnægja öllum skilyrðum laga og reglna um gerð og búnað ökutækja. Þó skal bifreið búin veltigrind og öryggisbelti. Aksturshemill og stýrisbúnaður skulu virka örugglega. Gerð ökutækisins og búnaður þess skal uppfylla kröfur samkvæmt keppnisreglum sem fram koma í verklagsreglum ríkislögreglustjóra. Einungis er heimilt að nota ökutækið á viðurkenndum æfinga- eða keppnissvæðum.Heimilt er að skrá ökutæki til aksturskeppni utan vega þótt það hafi ekki verið skráð almennri skráningu.

Fyrir hverja keppni skal torfærutæki sem skráð er skv. 1. mgr. skoðað af þar til kvöddum eftirlitsmönnum sem lögreglustjóri samþykkir.

Til að skrá keppnistæki hjá MSÍ þarf að senda tölvupóst á msi@msisport.is með eftirfarandi upplýsingum:

Ég undirritaður óska hér með eftir sérskráningu torfærutækis hjá Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandi Íslands.

Dags.

Eigandi við skráningu (nafn og kennitala)

Ökumaður (ef annar en eigandi)

Tæki (hjól, fjórhjól, sleði)

Keppnisgrein

Keppnisflokkur

Lýsing

Vél – rúmtak/tegund

Lengd

Breidd

Þyngd

Smíðaár

Ég ábyrgist að ofangreint tæki er smíðað af bestu vitund og með öryggi keppenda og annarra að markmiði.

Ég geri mér grein fyrir að notkun tækisins er algjörlega á eigin ábyrgð og aflýsi allri ábyrgð á notkun tækisins af höndum MSÍ, starfsmanna sambandsins og/eða keppnishaldara.

Ég ábyrgist ennfremur að tækið/ökumaður verður tryggt “frjálsri ábyrgðartryggingu” við æfingar og keppni.

Undirritaður – nafn og kt.

Skráð keppnistæki verða síðan birt á vef MSÍ undir Reglur.

Kveðja, stjórn MSÍ