Við viljum minna keppendur á að skráningu í 5. umferð Íslandsmótsins í MX sem fer fram í nýrri braut á akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu (Litla Kaffistofan) líkur á miðnætti þriðjudaginn 18.08.
Brutinni í Bolaöldu hefur verið snúið við og ýmsar breytingar gerðar þannig að um er að ræða allgjörlega nýja braut byggð á gömlum grunni.
Rúmlega 50 keppenda bikarmót var haldið í brautinni 13.08. og tókst það vel og keppendur flestir ánægðir með nýju brautina.
5. umferðin í MX er jafnframt lokaumferð ársins en hún fer fram laugardaginn 22.08. Búast má við hörkukeppni enda staðan en opinn í öllum flokkum til Íslandsmeistara.

