Skúli Karlsson Í Polaris látinn

17.5.2010

Skúli Karlsson eigandi Polaris umboðsins varð bráðkvaddur 9. maí en útför hans fer fram þriðjudaginn 18. maí frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Skúli var viðloðandi vélsleðasportið síðast liðna þrjá áratugi og tók virkan þátt í sportinu og í ferðamennskunni. Hann studdi vel við bakið á fjölda keppenda og keppnishaldara eftir að hann eignaðist Polaris umboðið og hafa margir notið góðs af. Skúla verður klárlega sárt saknað úr okkar röðum en hann stóð vel við bakið á MSÍ allt frá stofnun þess á ársbyrjun árið 2000.

Stjórn MSÍ vottar fjölskyldu og aðstandendum dýpstu samúð við sviplegt fráfall félaga okkar.

f.h stjórnar MSÍ

Karl Gunnlaugsson, formaður.