Snocross 2021!

11.3.2021

Nú er búið að gefa út dagskrá í Snocross tímabilið 2021.

Fjórar glæsilegar keppnir á þremur frábærum stöðum!

Fyrsta keppni verður í mývatnssveit 13. mars og mývetningar eru með allar byssur hlaðnar og því má búast við geggjaðri helgi!

Akureyri er svo næst – þá verður kominn hiti í mannskapinn og þar af leiðandi verður þar hörku keppni.

Sauðárkrókur ætlar svo að enda tímabilið með tvöfaldri helgi, já þið lásuð rétt – keppni bæði laugardag og sunnudag!!

Athugið að þetta er fyrsta árið sem 10 NÝIR sleðar eru skráðir til leiks en það gerðist síðast árið 2008!!

Tuttugu keppendur eru nú skráðir í fyrstu keppni á Mývatni og hægt að skrá sig hér:

http://mot.msisport.is/

Hlökkum til að sjá sem flesta!