Stjórn MSÍ hefur samþykkt samhljóða tillögur Gunnlaugs Karlssonar landsliðsstjóra um val á landsliði til þáttöku á Motocross of Nation sem fer fram helgina 28. og 29. September í Teutschenthal í Þýskalandi.
Team ICELAND 2013
MX-1 / Kári Jónsson. Kári leiðir Íslandsmótið í MX opnum flokki og er sjálfkrafa valinn í liðið samkvæmt reglum MSÍ. Kári er 25 ára, hann er margfaldur Íslandsmeistari í Enduro og hefur tvisvar keppt fyrir Íslands hönd í International Six Days Enduro í Finnlandi og í Þýskalndi, hann keppti einnig með landsliðinu í Motocross of Nation í Frakklandi 2011
MX-2 / Ingvi Björn Birgisson. Ingvi Björn er 17 ára og hefur verið við keppni og æfingar frá áramótum erlendis og hefur keppt í ýmsum mótum í Bandaríkjunum, Belgíu, Svíþjóð og Noregi. Hann hefur verið við æfingar með úvalshópi Norska keppnissambandsins frá því í mars undir handleiðslu Keneth Gunderson landsliðsþjálfara Noregs. Ingvi Björn keppti í 3. umferð Íslandsmótsins á Akranesi þar sem hann fór með sigur af hólmi í MX2 flokki. Ingvi Björn var í landsliðinu 2012 og keppti í MX-2 flokknum á Motocross of Nation í Belgíu.
MX-Open / Eyþór Reynisson. Eyþór er 21 ára en hann hefur keppt á 450 hjóli í sumar með góðum árangri og er einn hraðasti ökumaður landsins. Eyþór er margfaldur Íslandsmeistari í Moto-Cross og hefur tvívegis keppt með landsliðinu á Motocross of Nation í Bandaríkjunum árið 2010 og í Frakklandi árið 2011.
Liðstjóri / Gunnlaugur Karlsson. Gunnlaugur hefur verið landliðsstjóri síðan árið 2011. Hann hefur mikla keppnisreynslu og keppti sjálfur með landsliðinu í Motocross of Nation árið 2009 á Ítalíu.

