Team Iceland / MX of Nations 2010

22.9.2010
Landslið MSÍ í Moto-Cross hefur verið við æfingar í Denver Colorado síðustu daga og eru að verða vel undirbúnir fyrir MX of Nations keppnina sem fer fram 25. og 26. september. Landsliðið skipa þetta árið þeir Gylfi Guðmundsson MX1, Eyþór Reynisson MX2 og Hjálmar Jónsson MX Open, landsliðseinvaldur er Stefán Gunnarsson. Hægt er að fylgjast með liðinu á www.morgan.is og www.motocross.is en einnig er liðið með facebook síðu.