Tilkynning vegna reglubreytinga í spyrnugreinum

11.7.2016

Eftir keppnistímabilið 2014 var spyrnunefnd ljóst að það þyrfti að gera lítilsháttar breytingar á reglum.

Þessum breytingum má skipta í þrennt:

1. Breyting á cc stærðum í götuhjólaflokkum.Spyrnunefnd hefur tekið eftir almennum vilja hjá keppendum að breyta þessu frá 900 niður í 800 og var að mat nefndarinnar að það myndi ekki hafa nein áhrif á keppendur og var hún þess vegna sett inn.

2. Skerping á reglum fyrir lengingar og hvaða afturgafla má nota í standard flokki.

3. Takmarkanir á fjöðrunarbreytingum í götuhjólaflokki. Eftir keppnistímabilið 2014 var orðið ljóst að menn voru farnir að ganga ansi langt í lækkunum á hjólum í flokki sem var alltaf hugsaður fyrir hjól beint af götunni. Spyrnunefnd fannst þessir öfgar vera orðnir það mikir að það þurfti að setja reglur um þetta. Eftir pælingar og athugasemdir þá teljum við að leyfa lækkun um 3 cm að framan og aftan sé góður millivegur og allir sem eru með hjólin sín lækkuð dags daglega eiga að sleppa beint í keppni.

Það skal viðurkennast að við vorum heldur seinir með þetta, en við töldum að þessar breytingar væru ekki af þeim skala að þær myndu setja strik í reikingin hjá neinum.Að okkar mati eru þessar reglubreytingar eingöngu til þess að skerpa á götuhjólaflokki og að hjól í þeim flokki séu sem líkust þeim hjólum sem eru á ferðinni í dag.

Spyrnunefnd MSÍ

Jón Bjarni Jónsson

Hafsteinn Eyland

Kristján Valbergsson