Tvöföld keppnishelgi í mx og enduro á Akureyri að baki

11.7.2016

Um helgina var tvöföld keppnishelgi á Akureyri en 3. umferð Íslandsmótsins í motocrossi fór fram á laugardaginn í góðum aðstæðum. Ingvi Björn Birgisson sigraði MxOpen flokkinn með talsverðum yfirburðum og Karen Arnardóttir sigraði í kvennaflokki. Á sunnudeginum voru svo keyrðar tvær umferðir í Íslandsmótinu í enduro og aftur var það Ingvi Björn sem sigraði báðar umferðirnar með glæsibrag, Anita Hauksdóttir sigraði í kvennaflokki og bræðurnir Bjarki og Einar Sigurðarsynir sigruðu á heimavelli í tvímenningsflokki.

Veður fór langt fram úr væntingum og heppnaðist helgin mjög vel í alla staði. KKA fær bestu þakkir fyrir góðan undirbúning og keppnishald.

Úrslit í motocrossinu er að finna undir Úrslit og staða.

Úrslit úr enduroinu er að finna hér