Umsókn um skráningu keppnistækis í akstursíþróttum hjá MSÍ.
Keppnistæki í akstursíþróttum sem ekki er skráð hjá Samgöngustofu þarf að skrá hjá MSÍ til að öðlast keppnisrétt svo hægt sé að tryggja tækið.
Ég undirritaður óska hér með eftir sérskráningu torfærutækis hjá Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandi Íslands.
Ég ábyrgist að ofangreint tæki er smíðað af bestu vitund og með öryggi keppenda og annarra að leiðarljósi.
Ég geri mér grein fyrir að notkun tækisins er algjörlega á eigin ábyrgð og aflýsi allri ábyrgð af notkun tækisins af höndum MSÍ, starfsmanna sambandsins og/eða keppnishaldara.
Ég ábyrgist ennfremur að tækið/ökumaður verður tryggt “frjálsri ábyrgðartryggingu” við æfingar og keppni.