Uppfærð úrslit úr 2. umferð Íslandsmótsins í motocross

20.8.2018

Í 2. umferð Íslandsmótsins í motocross sem haldin var á Selfossi í júní, láðist að setja eina keppnisreglu í tímatökukerfið. Reglan segir að ef keppandi ljúki ekki 50% af eknum hringjum í umferð skuli hann ekki fá nein stig fyrir þá umferð eða það moto.

Úrslit dagsins og staða til Íslandsmeistara hefur verið uppfærð á MyLaps (linkur: https://speedhive.mylaps.com/) Efstu þrjú sæti yfir daginn breyttust þó ekki nema í einum flokk og var það í MX Open flokki. Guðbjartur Magnússon var skráður í 2. sæti þar en þar sem hann lauk ekki seinna moto-inu af tæknilegum orsökum mun það ekki telja þann daginn. Hann fellur því niður um tvö sæti í þessari umferð. Oddur Jarl Haraldsson færist því upp í 2. sætið þann daginn og Sigurjón Snær Jónsson færist upp í 3. sætið.

Engu að síður leiðir Guðbjartur Magnússon stigakeppnina til Íslandsmeistara í MX Open að svo stöddu og munu úrslitin ráðast á laugardaginn kemur, 25. ágúst, þegar síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocross fer fram í Bolaöldu.