Uppskeruhátíð MSÍ 2018!

13.10.2018

Glæsileg uppskeruhátíð MSÍ fyrir keppnisárið 2018 fór fram á Hard Rock café laugardaginn 13. október.

Fjöldi keppenda tók við verðlaunum og viðurkenningum og voru Íslandsmeistarar 2018 krýndir.

Hápunktur kvöldsins var val á Akstursíþróttafólki ársins, Akstursíþróttamaður ársins 2018 er Grímur Helguson fyrir spyrnugreinar og Akstursíþróttakona ársins er Gyða Dögg Heiðarsdóttir fyrir Moto-Cross og Enduro.

Stjórn MSÍ óskar keppendum og aðstandendum til hamingju með árangurinn.