Uppskeruhátíð MSÍ fer fram laugardagskvöldið 14. nóvember í glæsilegum veislusal Rúbín við Öskjuhlíð. Húsið opnar kl: 19:00 en glæsilegur 3 rétta kvöldverður hefst kl: 20 Boðið verður upp á Humarsúpuí forrétt, grillaður lambalærisvöðvi á sveppabeði með sherrísósu í aðalrétt og eftirréttur. Að loknum kvöldverði fer svo fram verðlaunaafhending fyrir Íslandsmeistaratitla og þá sem luku keppni í efstu þremur sætunum í viðkomandi flokk. Nýliðar ársins í Enduro og Moto-Cross verða krýndir. Einnig verða veitt verðlaun fyrir keppnisliðin sem stóðu uppi sem sigurvegarar í viðkomandi flokkum, loks verður tilkynnt um val á akstursíþrótta manni og konu ársins hjá MSÍ og verða þau jafnframt fulltrúar MSÍ við val á íþróttamanni ársins sem valin éru í lok árs af félagi íþróttafréttamanna. Myndir og myndbrot verða sýnd en Magnús Þór Sveinsson sem hefur átt veg og vanda að sjónvarpsþáttunum í sumar er búinn að vera að undirbúa það allt árið. Miðasala fer fram hér á á síðunni og þarf að skrá sig inn eins og um keppni sé að ræða, flokkarnir koma fram eftir fjölda miða sem verslaðir eru 1x 2x 3x 4x eða 5x Árshátíð. Miðaverð er 7.900,- á mann. ATH. að aðeins eru um 160 miðar til boða þannig að rétt er að bóka sér miða strax.
Stjórn MSÍ.

