Úrslit: Fyrsta MX keppni ársins í MotoMos!

29.6.2020

Fyrsta keppni ársins í motocross fór fram í frábæru veðri og aðstæðum á svæði MotoMos í Mosfellsbæ.

Eyþór Reynisson sýndi mikla yfirburði í MX 1 flokki og vann af öryggi.

Mjög spennandi keppni var í 85cc flokknum þar sem þrír fremstu keppendur voru með jafn mörg stig.

Í kvennaflokki sýndi Gyða Dögg Hreiðarsdóttir yfirburði og lauk keppni með fullt hús stiga.

Sama má segja um unglingaflokkinn og MX2 flokkinn, þar sem Máni Freyr Pétursson vann báða flokkana með fullt hús stiga og tók þátt í sex motoum yfir daginn!

Það er frábært að sjá að nýir keppendur eiga góða leið inn í sportið með þátttöku í MX2 Hobbý. Allir geta mætt þar á MX2 hjólinu sínu án þess að hafa stórar áhyggjur.

Það væri líka gaman ef fleiri eldri keppendur tækju þátt, þar sem aðeins voru þrír keppendur í 40+ karla og tveir í 30+ kvenna og því miður telja þeir flokkar ekki til Íslandsmeistara.

Úrslit

85cc flokkur stelpur og strákar

  1. Eiður Orri Pálsson
  2. Stefán Samúel Sverrisson
  3. Eric Máni Guðmundsson

MX-Unglingaflokkur

  1. Máni Freyr Pétursson
  2. Leon Pétursson
  3. Sindri Blær Jónsson

Kvennaflokkur

  1. Gyða Dögg Heiðarsdóttir
  2. Aníta Hauksdóttir
  3. Aníta Eik Jónssdóttir

Kvennaflokkur 30+

  1. Björk Erlingsdóttir
  2. Ragnheiður Brynjólfsdóttir

MX2 Hobby

  1. Haukur Freysson
  2. Ægir Jónsson
  3. Einar Páll Benediktsson

MX OPEN 40+

  1. Michael B David
  2. Reynir Jónsson
  3. Ragnar Ingi Stefánsson

MX 2

  1. Máni Freyr Pétursson
  2. Víðir Tristan Víðisson
  3. Alexander Adam Kuc

MX 1

  1. Eyþór Reynisson
  2. Einar Sigurðsson
  3. Aron Ómarsson

 

Valdar myndir frá Motosport.is: