15 mars fór fram fyrsta þing MSÍ þar sem fulltrúar frá flestöllum aðildarfélögum MSÍ voru mættir og tóku virkan þátt í fundinum. Nýjir aðilar komu inn í stjórn, varastjórn og nefndir. Er það von stjórnar að með aðkomu fleirri þá muni starf MSÍ eflast og verða skilvirkara fyrir aðildarfélögin og félaga þeirra. Ný nefnd var stofnuð “Fjölmilanefnd” og gerir stjórn sér væntingar til þess að þessi nefnd komi til með að ná til fjölmiðla og að sportið okkar fái meiri umfjöllun af starfi okkar og mótahaldi.
sjá nánar í meðfylgjandi fundargerð og nú eru stjórn og nefndir komnar undir sýna flipa hér fyrir ofan.
kv Guðmundur Hannesson
Formaður MSÍ
Fyrsta Þing MSÍ 15 mars 2008. Haldið í húsnæði ÍSÍ.
- Setning
- Kosning 3 manna kjörbréfanefndar..?
1.a: Framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpar þingið. - Kosning þingforseta, Karl Gunnlaugsson kosinn með lófataki.
- Kosning þingritari 1 OG 2, Eftir nokkra Einar Sverrisson
- Skýrsla stjórnar: Guðmundur Hannsesson
Guðmundur ræddi fyrstu verkefni MSÍ; m.a. öryggis mál, heimasíðu, skráningar félagsmanna, keppnisskráningu o.fl. Skráningakerfi komið í gott form eftir brösuga byrjun. Vandræði með skráningakerfi vegna klukkukunnar, (netþjónn skipti yfir á vetrartíma á viðkvæmum tíma..). Fólk á í vandræum með að muna lykilorð sín. Fyrisrspurnir úr sal vegna málsin; hvort ekki væri mögulegt að senda lykilorð ef menn gleyma.
Guðmundur ræddi mótaraðir; Snowcross keyrt eftir óuppfærðum reglum áður, en nú er mótaröðin keyrð eftir nýjum reglum og gengur vel. Ræddi endúró- og motocross mót. Engin “stórslys” í keppnum sumarsins. Gekk illa að manna keppnir með flöggurum. Það væri orðinn nokkur kostnaðarliður hjá mótshöldurum. Landslið sent til USA á MxofNations. Mótið gaf mikla reynslu fyrir alla og heppnaðist í flesta staði vel. Rekstur ferðarinnar lenti í smávægilegum vandræðum. Uppgjör ekki í góðu ferli.
Nokkuð um útgáfu keppnisskírteina þar eð margir fóru utan til þáttöku í ýmsum keppnum, bæði í MX og SnoX.
Mývatnsbræðurnir eða jafnvel að austan, Stefánssynirnir ræddir. Margir Stefánssynir í sveitinni og taldi þingforseti að Stefán hefði greinilega verið ötull þarna í sveitinni. Úr sal var upplýst að björgunarsveitin héti Stefán og hugsanlega kæmu menn fram í nafni hennar við hin ýmsu tækifæri.
Formaður þakkaði styrkveitingar og minntist sérstaklega á framlag þeirra hjóna Helgu og Karls sem styrktu sambandið um 350þ. í nafni KTM-umboðsins.
Formannafundur; Gefið góða raun, vantaði 3-4 formenn þar af einn, þar sem fundarboð hafði ekki ratað áfram frá fyrrum formanni til núverandi formanns.
Fjölmiðlar sýna ekki mikinn áhuga. Tilkynningar hafa verið sendar á alla fjölmiðla en enginn sá sér fært að senda mann.
Vandræði með rekstur tímatökubúnaðar. Einar Smárason hvarf frá þessu eftir langa yfirlegu. Erfiðlega gekk að fá menn til starfans. Einhverjir fundust fyrir norðan en formaður telur brýnt að aðrir komi að verkefninu fyrir sunnan. Viðræður eru í gangi og vonandi verður þetta komið á hreint fyrir vorið.
Formaður ræddi nefndir og skilgreiningu á störfum þeirra, tillögur að skilgreiningu flestra nefnda lágu fyrir en vinna við einhverjar nefndir eru eftir. Sem talið er rétt að unnar séu í samstarfi við nefndarmenn (hagsmunaaðila). Umhverfisnefnd var sérstaklega rædd og lýsti formaður yfir ánægju sinni með þau miklu störf sem sem hún hefur lagt í á starfsárinu, og einnig er mikil ánæga með það samstarf við VÍK að sameina umverfisnefnd VÍK við MSÍ þar sem um mjög ötula nefndarmenn er að ræða sem miklu hafa áorkað fyrir sportið.
Formaður lauk máli sínu.
- Umræða um reikninga sambandins. Þingforseti tók að sér að leggja fram reikningana vegna fráveru gjaldkera/endurskoðenda.
Karl renndi fimlega í gegnum framlagðan rekstrarreikning með þörfum athugasemdum við einstaka reikningsliði.
- Umræða: Stór liður vegna “stjórnunar og skrifstofukostnaðar” skýrist vegna kostnaðar við heimasíður, sem að sögn er mun “stærri” en sést við fyrstu aðkomu.
Forseti bætti við athugasemdum frá endurskoðendum; Allur frágangur í stakast lagi, snyrtilegt og skipulagt. Einhver fylgiskjöl vantaði en engar athugasemdir voru gerðar við það þar eð ekki var um útlagðan kostnað að ræða heldur tekjur inn. Athugasemd var gerð við það að kostnaður við vefsíðu ætti að vera færður sem sér kostnaður í ársreikningi. Smávægilegar athugasemdir voru gerðar við færslur vegna tímatökukostnaðar. Annars skrifuðu endurskoðendur undir reikninginn.
Fyrirspurn kom úr sal (Stefán) um það hvort líkur væru á að tekjur myndu aukast á næstunni, hvort rætt hefði verið um ráðningu framkvæmdastjóra og hvort hefði kannsi mátt eignfæra ??. Guðmundur svaraði að það hefði verið flóknara ferli og ekki gert. Varðandi tekjur svaraði þingforseti því til að keppnis-tekjur yrðu óbreyttar en helst væri mögulegt að sækja að auknum krafti styrki frá ÍSÍ og fl.
Varðandi starfsmann svaraði Guðmundur því til að það hefði verið rætt að hugsanlega yrði um hálfan starfsmann í framtíðinni. Stjórnarmenn vildu sjá fyrst að sambandið hefði efni á slíku þ.e.a.s. tryggja tekjustofn fyrir launum starfsmanns eða að minnsta kosti meiri hluta þeirra, þvi ekki er ráðlegt að byggja tekjur fyrir launum eingögnu á styrkjum sem geta komið og farið á milli ára. Skýrsla lögð til samþykktar og hún samþykkt með lófataki. - Sjá lið 1.a
- Gleymdist að prenta út fjárhagsáætlun !! Einhverjar sögur voru sagðar um gamlar og nýjar ljósritunarvélar í eigu formanns. Þóttu skýringarnar broslegar og höfðu menn gaman af.
HLÉ – Kjörbréfanefnd skrifaði fjölda félagsmanna í hverju félagi á töfluna ásamt fjölda atkvæða sem hvert félag er með.
- Kosning þingnefnda – þingmenn eru með nefndartillögur hjá sér.
Dómnefnd: Þorsteinn Hjaltason, Jóhann Halldórsson og
Motocross og enduronefnd: Karl Gunnlaugsson, Reynir Jónsson, Einar Smárason og Stefán Gunnarsson.
Fjölmiðlanefnd: Sverrir Jónsson, Elías Pétursson og Arnar.
Umhverfisnefnd: Gunnar Bjarnason, Jakob Þór Guðbjartsson, Leópóld Sveinsson,
Einar Sverrisson og Ólafur H. Guðgeirsson.
Fræðslunefnd: Aron Reynisson og Hrafnkell Sigtryggsson.
Snocrossnefnd: Stefán Þór, Helgi .. og Sig.
Umferðanefnd: Njáll Gunnlaugsson, Davíð Ólafsson og Steini Tótu.
Kvartmíla og götuhjólanefnd: Ásmundur Jespersen, Magnús Finnbjörnsson og Edda Guðnadóttir.
Lagt til að lögð yrði áhersla á fjölmiðlanefnd til að byggja upp sportið.
Elli lagði til að fjölmiðla- og fræðslunefndirnar yrðu steyptar saman í eina nefnd. Hér er um svipuð verkefni. Stjórnin segir að það séu mjög ólík verkefni. Fræðslunefnd tekur á innviðum sambandsins og nýliðum. Guðm: segir það vera mikið áhersluatriði hjá MSÍ að hafa fræðslunefnd. Einnig er hægt að sækja um styrk til ÍSÍ vegna þjálfara og annað slíkt.
Karl: mikilvægt að virkja nefndirnar – motocross/enduronefnd og snocrossnefnd hafa verið hvað virkastar. Nefndirnar eru aldrei neitt meira en þeir sem í þeim eru og hafa áhuga til.
Ásmundur J: Kom með athugasemd frá Davíði Ólafssyni varðandi orðalag er lýtur að því að nefndin hafi verið óvirk. Davíð er ósammála þessu. Ásmundur býður sig fram í stað Davíðs, sem býður sig ekki fram.
Stefán: Ósammála um fjölda nefndameðlima. Leggur til að stjórn MSÍ vinni í því að koma regluverki, t.d. rammi fyrir nefndir, sé klárað fyrir sambandið.
Lagt var til að nefndirnar skuli fyrir 1.apríl skila til stjórnar MSÍ hlutverki sinna nefndar. Stjórn MSÍ mun síðan yfirfara og samþykkja – þá er kominn rammi.
Lagt er til að ef menn vita um fólk sem hefur áhuga að láta þau vita því það er pláss.
Ofangreindar nefndir voru samþykktar.
- Lagabreytingatillögur –
Stjórn MSÍ lagði fram eftirfarandi breytingar:
Í 3 grein bætist við D liður.
Í 5 grein er lagt til að reikningsárið færist til 15. nóv
Í 8 grein eru litlar breytingar – t.d. kjósa þingritara í stað fyrsta og annars þingritara, liðum er fækkað
Í 9 grein hér er aðallega verið að horfa á ársreikninga, svo hægt sé að loka þeim á hverju ári.
Í 10 grein hér er verið að dreifa tíma stjórnarmanna– að það verði ekki útskipting á einu bretti.
Í 12 grein farið í gegnum ársreikninga og lagt á aðildarfélögin haldi sína aðalfundi fyrir 15. október.
Einnig bárust óskir frá MotoMos þar sem óskað er eftir breytingu á 6. grein, 7.grein og 10.grein (sjá fylgiskjöl).
Kosið var um breytingar laga MSÍ og voru eftirfarandi tillögur samþykktar:
3. grein
5. grein
8. grein
9. grein
10. grein
12. grein – samþykkt en þó án síðustu setningarinnar (Þá skal aðalfundur sambandsaðila vera afstaðinn fyrir 15. okt ár hvert).
Tillögur frá MotoMos komu seint og þarf því 2/3 hluta þingsins til að samþykkja að taka fyrir þingið. Kosið var og samþykkt að taka tillögur MotoMos fyrir þingið. Reglubreytingar MotoMos voru kynntar að Elíasi:
Í 6 grein er verið að jafna vægi atkvæða milli félaga (stórra og smárra).
Í 7 grein er verið að takast á við að annarra manna skoðanir séu á þingi í formi umboða.
Í 10 grein er verið að undirstrika góð og regluleg samskipti milli stjórnar MSÍ og aðildarfélaga.
Mikið umræða varð um tillögurnar sér í lagi varðandi hvernig hægt sé að halda utan um fjölda félagsmanna.
Hrafnkell tók til máls og vildi ekki gefa afslátt á atkvæðamagninu hjá VÍK.
Elías benti á að mikilvægt er fyrir litlu félögin séu ekki það lítil að þeim finnist þau ekki eiga heima innan MSÍ.
Ásmundur benti á að í ársreikningum voru 5-600 félagar greiddir en einungis 10-15% eru hjólamenn. Skilgreina þarf betur hvernig atkvæðafjöldinn er skilgreindur.
Stefán benti á að hægt er að skoða þessar tölur í allskyns ljósi – þótt félögin séu lítil þá eru félagsmenn mis virkir og sér í lagi þegar kemur að keppnishaldi.
Kosið var um breytingartillögur MotoMos og tillaga um breytingu á 10. grein samþykkt.
Upp kom tillaga frá Guðmundi um að vísa breytingu MotoMos á 6. grein í nefnd. Sú tillaga var samþykkt. Tillaga þingsins er því að skoða breytingu MotoMos á 6. grein og vísa henni í nefnd.
- Aðrar tillögur
Lagt er til að aðalfundir sambandsaðila verði afstaðinn fyrir 15. okt ár hvert. Stjórn MSÍ mun senda á formenn félaganna og fylgja eftir.
- Tillögur teknar fyrir:
- Þingnefndarstörf
- Þingnefndir skila af sér:
- Umræður og atkvæðagreiðsla:
Kosið var um að stofna sér nefnd sem sér um að afgreiða atkvæðavægið og leggja til álit til stjórnar MSÍ. Þetta var samþykkt og kosið var í nefndina eftirtaldi aðilar:
Elía Pétursson
Einar Sverrisson
Stefán Gunnarsson
Einnig var einróma álit þingsins að nefndin skili inn áliti sínu fyrir aukaþingið sem verður haustið 2008.
- Kosningar:
-
- Stjórn og varastjórn:
Eftirtaldir voru kosnir í stjórn:
Guðmundur Hannesson
Karl Gunnlaugsson
Stefán Gunnarsson
Ásmundur Jespersen
Jóhann Halldórsson
Borin var sú tillaga fyrir fundinn af Karli að Guðmundur yrði áfram formaður fram á haust og valinn verði varaformaður af stjórninni sem að mun taka við formanns embættinu á aukaþingi sambandsins í haust. Þessi tillaga var samþykkt.
Í varastjórn voru kosnir:
Guðni Þrastason
Alexander Kárason
Soffía Kristjánsdóttir
- Skoðunarmenn reikninga
Eftirtaldir voru kosnir:
Helga Þorvarðardóttir
Edda Guðnadóttir
- Fulltrúar á ÍSÍ þing
Lagt er til að stjórn MSÍ ákveði þessa fulltrúa og var sú tillaga samþykkt.
- Þingslit kl. 12:43
Muna: fyrir næsta þing þarf að prenta út úr Felix stöðu félaganna – fjölda iðkennda til þess að kjörbréfanefnd geti unnið sitt starf (sannreynt fullyrðingar félaganna).
Edda Þórey 661-6688 honda@hive.is
Ásmundur Jespersen 698-7474 asij@hive.is
Magnús Finnbjörnsson 893-3634 miniv8@hotmail.com
Kveðja,
Guðmundur Hannesson
Formaður MSÍ

