Vel heppnuð Uppskeruhátíð MSÍ 2010

15.11.2010

Laugardaginn 13. nóvember fór fram uppskeruhátíð MSÍ á skemmtistaðnum Rúbín v/ Öskjuhlíð. Met þátttaka var, uppselt og 200 manns í mat. Veitt voru verðlaun fyrir Íslandsmeistara árið 2010, einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu keppnisliðin, nýliða í MX og Enduro og tilkynnt um val á Akstursíþróttamönnum ársins 2010. Brýndís Einarsdóttir og Kári Jónsson urðu þar fyrir valinu fyrir framúrskarandi árangur á keppnistímabilinu og mun þau verða fulltrúar MSÍ á lokahófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ sem fram fer um áramótin.

Magnús Sveinsson sá um undirbúning uppskeruhátíðarinnar að venju og Bína og Helga vorum honum til aðstoðar. Veislustjóri kvöldsins var Karl Örvarsson og sá svo Kiddi “Bigfoot” um dansmúsíkina fram á rauðan morgun.

Stjórn MSÍ kann þessu fólki bestu þakkir sem og öðrum sem hjálpað hafa til viðkeppnistímabilið sem var að líða.